Styttist verulega í annan endann

21. maí

Fyrst ætla ég að senda strákunum mínum, Hauki og Elíasi, innilegar hamingjuóskir með daginn.  Þeir eiga báðir afmæli í dag og mamma og amma hugsar fallega til þeirra.  Til hamingju elsku strákarnir mínir.  Í dag gengum við 17km og þeir voru einhverjir þeir erfiðustu á göngunni.  Allt upp í móti, villtumst aðeins af leið, hefðum greinilega átt að ganga meira upp laughing  Sveit og aftur sveit, engir veitingastaðir alla leiðina, bara brosandi bændur og geltandi hundar, lítið um sól en hlýtt og þegar komið var upp í hæstu hæðir var gott að finna hlýjan vindinn koma í andlitið.  Eins og fyrri daginn þegar ég er að ganga svona mikið upp þá lekur af mér svitinn, vatnið rennur úr flöskunum og sjaldan er eins gott að koma á toppinn og eftir erfiða göngu smile 

Ég sé ekki marga pílagríma sem hófu göngu um leið og ég en ef til vill verður það þegar ég kem til Santiago.  Í dag sá ég skilti þar sem á stóð 144,584 til Santiago - nú er þetta heldur betur orðið stutt í annan endann.  Núna erum við í litlum bæ sem heitir Gontán. Og í dag var hér líf og fjör.  Við vorum fyrstu pílagrímar í bæinn og fólk heilsaði okkur með hlýjum og fallegum brosandi andlitum.   Eldri kallarnir gáfu sig á tal við okkur og það var gaman að sjá hversu misfallega tenntir þeir voru og alls ófeimnir við að brosa út að eyrum til okkar.  Albergið hér er hreint og fallegt og öll rúm frátekin.  Það fór að rigna eftir að við komum svo nú höldum við okkur inni og hvílum okkur fyrir næsta dag.  Bestu kveðjur til ykkar allra héðan frá norður Spáni,

Rúna farin að hlakka pínulítið mikið til að koma heim

"Lífið er perluband augnablika - njóttu þeirra"


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Flott ertu systir mín.Gangi þér sem best og njóttu.❤😎

pulla (IP-tala skráð) 22.5.2016 kl. 11:43

2 identicon

Til hamingju með strákana þína Rúna mín. 

Gangi þér vel áfram, gott að heyra að blöðrurnar eru á undanhaldi 

Knús, Harpa

Harpa Björt (IP-tala skráð) 22.5.2016 kl. 22:50

3 identicon

Hetjan Rúna, þú ert alveg að hafa þetta :-)

Guðrún Pálsdóttir (IP-tala skráð) 23.5.2016 kl. 13:19

4 identicon

Gaman að heyra frá þér. Sit nú og bíð eftir bíl út á flugvöll í N.Y. Hittumst hressar í næstu viku. Guð veri með þér. Kv. Agnes

Agnes (IP-tala skráð) 24.5.2016 kl. 20:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband