Að leiðarlokum

27. maí

Jæja, síðasti dagurinn göngu rann upp og hvort sem mér líkaði það betur eða verr var kveikt ljós hjá einum kl 5 sem ætlaði sér ekki að missa af neinu.  Upp úr því hófst hinn mesti hamagangur og ég - pílagríminn frá Íslandi - horfði á, var ekki alveg að ná þessu.    Upp úr kl 6 fór ég á fætur, þá var þetta heldur að róast sem hentar mér vel enda þekkt fyrir rólegheit yfirleitt laughing  Tók mér góðan tíma í morgunverð og þegar dagsbirtan lét sjá sig röltum við tvær, ég og Margrete hin hollenska, af stað.  Það var fallegt veður, dálítið svalt í fyrstu, en svo kom sú gula í allri sinni fegurð og umvafði okkur.  Í dag, eins og í gær, gekk ég um kunnar slóðir en ýmislegt hefur breyst á þessum 6 árum eins og gengur.  Það var gott að ganga í dag vitandi að næstu dagar yrðu svolítið kærulausari og rólegri.  

Þegar ég kom að borgarmörkum og ég sá styttur og önnur kennileiti sem þar voru þá láku tárin niður kinnarnar.  Það er ekki hægt að lýsa þessari upplifun.  Hún er ótrúlega sterk en kemur líka á óvart.  Eitthvað gerist sem ég ræð bara ekki við.  

Við Margarete röltum inn í borgina og niður á gististaðinn hennar sem heitir Seminar Menor.  Þetta er stórt klaustur en þar gisti ég árið 2010 - gaman að koma þar aftur.  Eftir innritun hennar stormuðum við niður að Dómkirkjunni og á skrifstofuna til að fá aflátsbréf - það má ekki klikka, verð að hafa nokkurn veginn hreina samvisku þegar ég kem heim.  Þar þurftum við að bíða í biðröð í 2 tíma, mun erfiðara að standa upp á endann en að ganga smile 

Eftir þetta var komið að því að nærast, ekki vanþörf á, ótrúlega gott að sitja í rólegheitum og borða.  Margarete vildi endilega að ganga með mér að hótelinu því núna verða bara flottheit á minni, ein í herbergi, engar hrotur nema þá kannski hjá mér, veit það ekki, verð sofandi.  Og á hurðinni utanverðri er "do not disturb"!!

Yndislegt herbergi uppi á 4 hæð á fallegu hóteli og stutt í miðbæinn, 10-15 mínútna gangur, munar nú lítið um það þessari konu.  Nú er þessi 585km ganga að baki, góð - erfið - skemmtileg og öðruvísi að flestu leyti en sú fyrri.  Enda er ekki hægt að bera þær saman og á ekki að gera það.  En eitt er samt alveg eins í þessum göngum báðum.  "Ferðafélaginn" minn stóð við hlið mér allan tímann, studdi mig og styrkti og gaf mér kjark og bjartsýni til þess að halda áfram.  Takk elsku "ferðafélaginn" minn fyrir að umvefja mig elsku þinni alltaf.  Takk elsku þið öll sem hafið fylgt mér á þessum dögum.  Það hefur verið gott að hafa ykkur með í för og ótrúlega dýrmætt.  Síðast en ekki síst, takk elsku börnin mín og fjölskyldur fyrir allt sem þið hafið gefið mér og gert fyrir mig.  Sjáumst í næstu viku.

Pílagríminn sem er dálítið meir í dag.

 

"Vertu óhrædd/ur við að fara út á ystu greinina - þar bíður ávöxturinn"

"Litlir dropar á mig falla - kominn er tími heimferðar"

"Þá endirinn er góður er allt gott"

   


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 identicon

Elsku duglega Rúnan mín! 
Takk fyrir frásagnirnar, að vera ærleg en fyrst og fremst að vera þú. Ég hlakka til að króa þig af í góðu horni og heyra meira og nánar af þessu ferðalagi. Hef fylgst með öllum færslum sem ég hef fundið. Velkomin heim...

Birna G Konradsdottir (IP-tala skráð) 29.5.2016 kl. 01:56

2 identicon

Innilega til hamingju með að vera búin að ná lokatakmarkinu elsku Rúna. Takk fyrir að gefa okkur tækifæri til að fylgjast með þér og fylgja á þessari göngu. Það er búið að vera virkilega gaman að lesa frásagnirnar þínar <3 

Njóttu þess sem eftir er ferðarinnar og góða ferð heim þegar að því kemur.

Knús, Harpa

Harpa Björt (IP-tala skráð) 29.5.2016 kl. 12:15

3 Smámynd: Rúna Gunnarsdóttir

Takk allir thid sem hafid verid med mer á gongunni.  Eins og tid sjaid er stafsetningin onnur en á blogginu hér á undan. Saerun mín hefur verid hjálparhellan mín og sett inn tad sem ég hef lesid inn fyrir hana. Annars vaeri tetta blogg hvorki fugl né fiskur.  

Nú er ég búin ad sofa og sofa, hvíla mig og rolta inn ad Dómkirkjunni og skoda lífid tar. Allt fullt af pílagrímum um allar gotur, litlar, mjóar, stórar og breidar, svo gaman ad upplifa tedda á ný.

En í fyrramálid legg ég í ferdalagid sem mig hlakkar mest til, á leid heim.  Tel nidur klukkutímana og tad verdur bara yndislegt ad hitta allt fólkid sitt, vini og samstarfsfólk.

Tangad til,  hafid tad gott og njótid samvista vid tá sem ykkur tykir vaent um.

knús og fullt af kossum og hlýjum fadmlogum

Rúna í Santiago de Compostella.

Rúna Gunnarsdóttir, 29.5.2016 kl. 13:16

4 identicon

Magnaða systir mín.Guð gefi þér góða heimkomu,veit að margir bíða eftir að faðma þig.Þessi ganga að baki,hvert arkarðu næst?&#x1F604;&#x1F604;&#x1F604;&#x1F604;Risaknús frá stoltri litlu sus.&#x2764;&#x2764;&#x2764;&#x2764;&#x1F604;

púlla (IP-tala skráð) 30.5.2016 kl. 08:50

5 identicon

Til hamingju Rúna mín, að vera búin að vinna þetta afrek. Þú ert aðdáunarverð kona og ég er stolt af að þekkja þig. Sjáumst!

Kveðja, Gunna

Guðrún Pálsdóttir (IP-tala skráð) 30.5.2016 kl. 09:34

6 identicon

Elsku Rúna, velkomin heim! Það hefur verið gaman að lesa póstana þína og ég hlakka til að sjá þig á miðvikudag og heyra nánar um ferðina! :-)

Guðrún Finnbjarnar (IP-tala skráð) 30.5.2016 kl. 17:35

7 identicon

Sæl.

Frábært að lesa.  Hlakka til að fá þig heim.  Góða ferð.  Kv. Agnes

Agnes (IP-tala skráð) 31.5.2016 kl. 01:35

8 identicon

Frábært Rúna að allt gekk svona vel og að þú náðir markmiði þínu, - hlakka til að sjá þig hér á Biskupsstofu að nýju.smile

Sveinbjörg Pálsdóttir (IP-tala skráð) 31.5.2016 kl. 18:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband