Komin undir 90km markið

23. maí

Í dag gekk ég 34,2km.  Fór á fætur kl 06:00 því þá voru pílagrímar farnir að tygja sig til ferðar og eins gott að gera slíkt hið sama.  Við lögðum í hann kl hálfsjö því það var langur dagur framundan.  Fallegur þokukenndur morgunn og æðislega fallegt að sjá sólina koma upp í gegnum þokuna.  Það fór að létta til um ellefuleytið.  Gangan spannaði allar gerðir af göngustígum en skógarstígarnir voru bestir í dag.  Trén umvefja pílagríma og þá er gott að hverfa inn í hugann og gleyma lúnum fótum, svitablautum fötum og hári.  

Í dag hitti ég tvo þjóðverja sem hafa verið að ganga! með mér! undanfarið og svo gekk Díana, ung stelpa frá Ástralíu, með okkur Margaritu.  Við fengum okkur kaffi og sæta köku um hádegið, merkilegt hvað allt er eitthvað svo gott á veginum.  Nú er ég komin til Miraz, alveg hreint ótrúlega fallegt albergi sem er rekið af samtökum sem heita The Confraternity of Saint James.  Hér vinna sjálfboðaliðar í tvær vikur í senn og núna eru hér 3 bretar sem leiddu okkur um allt húsið.  Hér er greiðslan fyrir gistinguna frjáls, allt til alls, ýmis matvara sem allir mega ganga í, fallegur garður þar sem ég sit núna í stuttbuxum og bol, 27 stiga hiti laughing

Fuglarnir tísta og syngja, blómin brosa og ég bara elska þetta allt saman.  Er fljót að gleyma blöðrunni sem var að ergja mig um daginn og upp og niður göngunum þegar sturtan og næringin er yfirstaðin.  Þetta hefur verið erfitt en ótrúlega gaman og að fá bros frá eldra fólkinu sem ég mæti og góðar óskir það gerir þetta allt þess virði.  Og á kvöldin er yndislegt að lesa kveðjurnar að heiman, þær eru bestar.  Kær kveðja til ykkar elskurnar, pílagríminn sem er kominn undir 90km markið.

"Trú er að treysta því sem þú getur ekki séð og laun þess trausts er að sjá það sem þú trúir"

Elska ykkur, Rúnan sæl og sátt 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vá hvað styttist rosalega mamma mín - þú hefur verið alveg ótrúlega seig að ganga svona mikið dag hvern - og það með blöðru og allt saman.  Ég elska þig mamma mín - hlakka til að gefa þér knús 

Dóttirin (IP-tala skráð) 25.5.2016 kl. 14:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband