Hugur leitar heim

24. maí

Í morgun var tilbúinn morgunmaturinn þegar ég kom á fætur kl hálfsjö.  Svaf vel í alla nótt og endurnærð eftir þennan fína morgunmat.  Ég lagði í hann upp úr sjö og í fyrstu gengum við Margareta saman og það fór að rigna á okkur kl hálftíu.  Nú kom ponsjóið að góðum notum.  Klukkan 9:30 stoppaði Margarete til að fá sér kaffi en ég ákvað að halda áfram.  Rigningin hætti eftir klukkutíma og gekk ég ein það sem eftir lifði göngunnar til Sobrato dos Monxes, 23km í dag.  Það var gott að vera ein í dag og ég finn að nú þarf ég að vera sem mest ein á göngunni því mér finnst það gott eftir að hafa gengið með öðrum í marga daga.  Svo hitti ég alltaf fullt af fólki í alberginu í lok dags.  

Í dag komst ég loksins á hæsta punkt norðurleiðarinnar, 710m, en ekki veit ég hve oft ég hef komist nærri þessari hæð en alltaf þurft að fara niður aftur og upp, áður en ég gat klárað þetta í dag loksins - rosalega glöð að vera búin að ná hæsta punkti.  Næstu dagar eiga að vera léttari, enda ekki margir eftir.  Það er pínu íslenskt landslag hjá mér í dag, fyrir utan trén.  Malarstígar, smá klettar og mishæðótt - bara æðislegt.  Síðan ég kom hingað í albergið er búið að rigna rosalega og á víst að gera næstu daga.  En ég ætla ekki að kvarta yfir rigningunni, ég er búin að vera ótrúlega heppin, alltaf gott veður hjá mér, hlýtt og logn.  

Eftir minni bestu vitund á ég eftir 61km - íííhaaaa - þetta er að takast en ég ætla ekki að fagna fyrr en ég stend á torginu í Santiago laughing

Ég veit að það verður gott þegar þetta er búið en best verður að koma heim.  Ég er yfir mig spennt því krakkarnir mínir hafa verið að bardúsa í íbúðinni minni, alltaf góð við mömmuna sína kiss

Jæja það er komið að lokum á þessari færslu, góða nótt þið sem þetta lesið.

Pílagríminn í kojunni.

"Tíminn er alltaf nægur þeim sem nota hann"


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já mamma mín - það verður spennandi þegar þú kemur heim og sérð íbúðina glæsilega sealed

Gangi þér vel síðustu kílómetrana - ég er svo óendanlega stolt af þér mamma mín og veit að amma fylgir þér hvert skref.

Dóttirin (IP-tala skráð) 25.5.2016 kl. 14:08

2 identicon

Ég tók létt rölt hér um Vogana áðan, kom heim másandi og var þá hugsað um alla þína göngu yfir hóla og hæðir síðustu vikur. Á duglegustu mömmuna í heiminum :) Gangi þér vel síðasta spölinn og okkur hlakkar öllum til að faðma þig þegar þú kemur heim.

Davíð Harðarson (IP-tala skráð) 25.5.2016 kl. 16:11

3 identicon

Það munar ekkert um það! Bara flýgur áfram eins og íslenskur vindur :D

Áður en þú veist af þá verður þetta búið, njóttu hvers augnabliks <3

knús, Harpa

Harpa Björt (IP-tala skráð) 25.5.2016 kl. 16:27

4 identicon

Elsku Rúna mín!

Ég var núna fyrst að kíkja á bloggið þitt. Þú er æðislega dugleg og skrifar vel. Skemmtileg ferð hjá þér. Ég hlakka til að hitta þig í júní endurnærða eftir ferðina.

Kær kveðja,

Kristín

Kristin Arnardóttir (IP-tala skráð) 25.5.2016 kl. 16:38

5 identicon

Elsku Rúna mín,

Þetta er nú búið að vera meira ævintýrið hjá þér.  Ég dáist að dugnaðinum!  En mikið er frábært að þú sér að komast á leiðarenda.  Gangi þér sem allra best lokaspölinn :)  Knús frá Berlín

Erla María (IP-tala skráð) 25.5.2016 kl. 18:22

6 identicon

Elsku Rúna mín. Ég hef ekki haft tækifæritil að fylgjast með þér fyrr en núna. Mikið lifandis ósköp ertu dugleg. Þú átt heiður skilið. Ég hlakka til að hitta þig þegar þú kemur heim. Gangi þér vel með restina og farðu nú ofur varlega. Kossar og knús.

Perla Smárdótttir (IP-tala skráð) 25.5.2016 kl. 21:17

7 identicon

Elsku Rúna !

Það er alltaf mesti spenningurinn þegar ég sest við tölvuna á morgnana að kíkja á bloggið þitt og vita hvort það sé komin ný færsla! Mikið er búið að vera gaman að fylgjast með þér þennan tíma, þetta er ótrúlegt afrek sem þú ert að vinna  og ekki á færi allra, þarf mikla sjálfsstjórn og aga :-) Og það hefur þú sko í ríkum mæli og penninn leikur í höndunum á þér. Vonandi hittumst við áður en langt um líður og getum spjallað aðeins og svo er þetta með IC-ið , he, he !! En okkar tími mun koma !!. Bestu kveðjur af Ströndinni fögru. Nú blés hér hressilega í nótt og trampólín og sólstólar voru í óða önn að finna sér nýjan samastað :-)  Kveðja ....

Guðrún Pálsdóttir (IP-tala skráð) 26.5.2016 kl. 08:16

8 identicon

Gott að hera hvað þér gengur vel, var að enda við að lesa nokkurra daga færslur frá þér og ég samgleðst þér innilega og já, enn öfunda ég þig ponkulítið, nei mikið. Hlíf var hjá mér í nokkra daga og við settum niður kerið á föstudaginn var og var það virkilega falleg stund, sólin skein (samk kalt) og Irma var með okkur. á eftir var safnast saman heima hjá mér.  Gangi þér vel það sem eftir er og ég hlakka til að heyra ferðasöguna "live".

kær kveðja, Hildur

Hildur Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 26.5.2016 kl. 08:27

9 identicon

Alltaf jafn gaman að lesa bloggið þitt og ferðast með þér í huganum.
Samgleðst þér hvað það gengur vel og að þú komir brátt á leiðarenda :)
kveðja
Unnur

Unnur Guðlaugsdóttir (IP-tala skráð) 26.5.2016 kl. 13:34

10 identicon

Gangi þér mikið vel elsku sys.Verður yndislegt sð klára þessa göngu og enn betra að koma heim.Knús til þín dugnaðarforkur.&#x2764;

pulls (IP-tala skráð) 26.5.2016 kl. 15:39

11 identicon

Sæl frænka 

Var að renna yfir bloggið þitt í þessari ferð. Ferlega flott ferð hjá þér, mikil dugnaðarforkur :)

kv. Nína Sveins

Nína (IP-tala skráð) 26.5.2016 kl. 16:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband