Gaman í stritinu

25. maí

Ég fékk mér gistingu í prívat albergi síðastliðna nótt.  Það er heldur dýrara en aðbúnaður betri.  Ég svaf vel og var farin út úr húsi korter fyrir sjö.  Þá var dagur orðinn næstum bjartur.  Ég gekk ein í dag, 20km.  Ég borðaði og drakk á meðan ég gekk því það gekk á með heljarinnar rigningu og ég vildi komast sem fyrst í hús.  Rigningin stóð hressilega yfir í um korter tvisvar sinnum en áður en ég vissi af var alveg hætt að rigna.  Og eins og oft áður lá leiðin um sveitir og lítil þorp inn á milli.  Ég heyrði í mjaltarvélum hjá sumum bæjum sem ég gekk hjá og annarsstaðar var verið að koma kusunum í hús. Ég kom í bæinn Arzua um klukkan hálftólf eftir tæpa 5 tíma.  

Margt fór um hugann á göngunni og mér leið mjög vel allan tímann.  Þegar ég kom að alberginu var einn kominn í biðröð og ekki opnað fyrr en eitt svo nú fór pílagrími númer 2 á barinn á móti og fékk sér kaffi og beið sallaróleg.  Og hver kemur þá þar, rétt einu sinni enn, nema Edward - hinn hjólandi englishman.  Ég hafði vinkað honum þegar hann fór hjólandi fram úr mér en einhver hliðarspor hefur hann tekið wink 

Nú er ég komin í hvíld, búin að borða og hafa gaman með þjóðverjunum tveimur sem hafa gengið í hálfgerðu samfloti, Eðvard og Hans en hann er 78 ára - ótrúlegur - og svo var sú hollenska líka með okkur.  Nú eru 39km eftir til Santiago, þar verð ég á föstudag ef Guð lofar.  Allt að gerast og ég orðin rosalega spennt.  Knús og hlý faðmlög í huga sendi ég ykkur.     

"Hugsaðu um alla fegurðina sem er enn í kringum þig og vertu hamingjusöm/samur"

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband