Að njóta

22. maí

Síðastliðna nótt hellirigndi og ekki var laust við að smá kvíði væri innanbrjósts hjá pílagríma en nei kl hálfsjö þegar ég fór á fætur var blautt, vindur og ekta íslenskt veður og enn er mér gefinn þurr dagur þó blási.  Fékk mér að borða, flott á því í dag, jógúrt, te og samloka sem ég bjó mér til í gær.  Rúmlega sjö lögðum við Margarete í hann og í dag gengum við eftir aðalvegi alla leið til Vilalba, 18km rúma.  Að ganga eftir veginum var gert að yfirlögðu ráði, við vissum að eftir rigninguna væri leiðin okkar blaut og drulla á skógarstígum.  Stundum verð ég að vera skynsöm, og þetta var eitt af þeim skiptum.  Það var samt fallegt umhverfið á leiðinni, skógar, falleg hús, blóm og skýhnoðrar á bláum himni, fuglasöngur um allt í trjánum.  Þegar við komum inn í bæinn stoppaði ungur maður hjá okkur og lét okkur hafa upplýsingar um albergið sem við erum nú á, fín koja, sturtur, allt svo hreint og fallegt, óhreini þvotturinn tekinn og settur í þvottavél og þurrkara, kostar 3,50 evrur, allt gert fyrir mig.  "Já" hugsaði ég, ég er í fríi og á að hafa það gott.

Við fórum út að borða, kjúkling og franskar og heljarinnar salat.  Nú tek ég því rólega það sem eftir lifir dags.  Ég er að gera mér vonir um að koma til Santiago 28. maí.  Það væri æði að eiga einn aukadag, finna mér góðan næturstað og rölta svo um daginn eftir en 29. maí á ég, kellingin sjálf, bókað herbergi á hóteli - jemundur minn hvað ég hlakka til laughing laughing laughing

Takk fyrir allar góðu kveðjurnar og hlýju orðin, þau ylja mér og hvetja mig áfram.  Hlakka til að sjá ykkur eftir nokkra daga.

Pílagríminn sem nú er kominn með smá spennu í magann.

"Ekki gleyma því að jörðin þráir að finna fyrir berum fótum þínum og vindinn langar að leika um hár þitt"


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gott elsku mamma mín að þú nýtur vel ásamt því að erfiða.  Ég hlakka svo til að fá þig heim <3

Dóttirin (IP-tala skráð) 25.5.2016 kl. 14:06

2 identicon

Vá hvað tíminn er fljótur að líða... eða eigum við að segja kílómetrarnir fljótir að hverfa að baki?? :) 

Dugnaðurinn alltaf í þér!

Gangi þér vel að lokamarkmiðinu elsku Rúna

Knús, Harpa

Harpa Björt (IP-tala skráð) 25.5.2016 kl. 16:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband