Með mömmu í hjartanu

26. maí

Svaf illa í nótt, 38 saman í salnum, kallarnir hrutu sumir hverjir eins og hæstu mótorbátar á milli þess sem þeir spókuðu sig um á lærunum og þeim leiddist það ekkert.  Í dag vorum við 4 sem fylgdumst að, ég, sú hollenska og þjóðverjarnir tveir.  Ekki kom dropi úr lofti eins og búið var að spá heldur skein sólin, smá þokuslæðingur í byrjun.  Í dag gengum við 20km og nú er ég komin á Jakobsveginn og kannast við ýmislegt frá þeirri göngunni minni.  Nú eru pílagrímarnir eins og mý á mykjuskán, allar stærðir og gerðir frá ýmsum löndum og bakpokarnir misjafnir, litlir, stórir, gamlir og nýjir.  

Gangan í dag var góð og vorum við komin í albergið í bænum Pedrouzo kl 11:20 en biðum til 12 - þá var opnað.  Kellan í efri koju og ekkert erfitt að skella sér í rúmið og það er gott að hvílast.  Jæja, á morgun lýkur þessu brölti mínu.  Enn einn draumurinn sem mér hefur verið gefinn að láta rætast.  Þessi ganga er öðruvísi.  Ég gekk hana og klára hana vonandi á morgun og tileinka hana mömmunni minni.  Hún hefur verið mér ofarlega í huga á göngunni.  Það var gott að hafa hana með í hjartanu og ég er óendanlega þakklát henni.  

Það eru 20km eftir og á morgun eða hinn kemur síðasta færslan.  Þangað til hafið það gott og gleðjist yfir því sem gott er.

Pílagríminn, pínu meyr í dag.

"Hamingjan er - að gefa öðrum"

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mamma hefur örugglega verið með þer á göngunni þinni og passað upp á þig.Er svo stolt af þér Rúna mín og gangi þér vel síðustu metrana.❤

pulla (IP-tala skráð) 27.5.2016 kl. 08:44

2 identicon

Var að sjá núna rétt í þessu að þú hefur lokið göngunni þinni, ótrúlega stoltur af þér mamma mín og til hamingju með þetta allt saman. Njóttu hvíldarinna næstu daga og við hlökkum öll mikið til að fá þig heim.

Davíð Harðarson (IP-tala skráð) 27.5.2016 kl. 08:49

3 identicon

Rúna mín

Til hamingju þú ert svo dugleg. Hlakka til að fá þig heim.

kveðja

Hanna

hanna (IP-tala skráð) 27.5.2016 kl. 10:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband